Greinasafn fyrir merki: Dehesa

London, sunnudagur

Við höfðum eitthvað verið að velta fyrir okkur að fylgja Viktori til Southampton og fara svo beint í flug, en reyndist full langt ferðalag og full lítill tími til að stoppa í Southampton.

Tókum morgunmatinn seint og fórum niður „í bæ“. Röltum um Soho, Chinatown, Neal’s Yard, Regent Street… drukkum kaffi, fórum í nudd, drukkum bjór, keyptum Whisky, drukkum bjór og borðuðum á spænska Dehesa. Frábærir smáréttir og viðeigandi endir á frábærri ferð.

London - mars - Chinatown

Vorum svo samferða á Victoria þaðan sem Viktor fór til Southampton og við tókum lestina til Gatwick.. og flug heim með IcelandAir.

London, sunnudagur

Meira búðarráp, einstaka pöbb og ein Whisky búð, Vintage House.. Ég náði ekki sambandi við feðgana sem voru með miða á Tottenham-Cardiff.

Fórum á spænska tapas staðinn Dehesa í hádeginu, fínn staður, sérstaklega skinkur og pylsur og andalifrarpaté.. en stóð kannski ekki alveg undir væntingum (sem voru reyndar mjög miklar).

Sofnuðum eftir að við komum inn á hótel og náðum ekki að finna opið veitingahús við Charlotte Street, London virðist vera hálfgert sveitaþorp að þessu leyti á sunnudögum. Fundum loksins grískan stað. Elysée, sem var til í að taka á móti okkur… mig grunar við litlar vinsældir kokkanna. En þetta var nú einhver besti gríski veitingastaður sem við höfum farið á, reyndar er samkeppnin ekki mikil.

Kíktum á Casino við Tottenham Court Road á eftir, en engin alvöru spil í boði. Þaðan á Victoria Casino þar sem við hittum feðgana aftur og þá kom í ljós að þeir höfðu sent mér SMS með upplýsingum um miðana sem ekki hafði skilað sér. Einum þeirra gekk mjög vel í pókermóti, ég reyndi að spila en Iðunn var orðin lasin og við fórum heim eftir fjögur spil og fimm pund í mínus.

London - 2014 - 126 - lítil