Greinasafn fyrir merki: Café Belgique

Amsterdam áfram

Við dunduðum okkur svo við að rápa á milli bara, búða og fara svo á veitingahús á kvöldin frá mánudegi til miðvikudags, meðal annars á In De Wildeman og Café Belgique.

Amsterdam - kvöld

Ekki hægt að segja að okkur hafi leiðst mikið í Amsterdam, þó dagskráin hafi ekki verið flóknari en þetta. Iðunn hætti við að láta laga Fræbbbla-tattóið, en fann skó tegund sem hún var búin að leita að lengi.

Við fundum tvo nýja og spennandi bjórbari,  Proeflokaal Arendsnest sem er með 52 hollenska bari á krana.

Beer Temple var svo að mestu með bandaríska bjóra og nokkra belgíska.. þar með talið Westvleteren, en átti ekki þegar á reyndi.. en benti mér á búð sem seldi. Ekki beinlínis gefins, en ég keypti fjóra!

Konungsríkið Ísland

Eitthvert Íslands-þema var í gangi á þessum börum. „Vertinn“ á Aendsnest sýndi okkur mynd af skjaldarmerki sem hann hafði fundið þar sem hann bjó, Konungsríkið Ísland. Á Beer Temple var hópur að ræða um Ísland og þegar við færðum okkur út var annar hópur að tala um ferðir til Íslands og einn úr hópnum að lýsa því þegar hann hafði unnið á Íslandi við að keyra fatlaða.

Við fórum á Teppanyaki Sazanka á Okura hótelinu á mánudagskvöldinu, ógleymanleg upplifun en kannski ekki alveg eins og 2015, kannski hitti þannig á, kannski er endurtekningin aldrei eins mikil upplifun.

Á þriðjudagskvöldinu fórum við svo á Silveren Spiegel, fínn matur og margir skemmtilegir réttir, kostuðu nú samt sitt og Iðunni fannst aðalrétturinn ekki spennandi.

Og fyrir flugið á miðvikudagskvöldið fórum við á indverska Indrapura, frábær matur og öðru vísi, en sennilega hentar staðurinn betur í hóp og fjölda rétta.

Amsterdam, sunnudagur

Ákvað að sleppa IBC, búinn að sinna því sem ég ætlaði að sinna og átti eftir að kíkja á nokkra staði.. til dæmis að drekka meiri bjór.

Meiri vindlar, eitthvað af fötum, líkjör á Wynand Fockink (sem ég veit ekki enn hvernig er borið fram) og eitthvert smádót.

Dundaði mér aðeins á  De Bekeerde Suster, kíkti á markað á torginu þar, allt í lagi kínverkst nudd og svo nautasteik á Gaucho, fín en eitthvað lítið spennandi.

Einn bjór í viðbót á Café Belgique og svo upp á hótel. Ég hafði hugsað mér að nýta nýja leigubílaþjónustu, Abel, enda átti ég afsláttarkóda – þeir eru hins vegar mjög dýrir ef maður vill vera kominn á réttum tíma, var orðinn of seinn í lest þannig að ég pantaði Uber.

Lítið að gera á Schiphol, innritun og leit gengu hratt fyrir sig, en það var bókstaflega allt lokað þegar ég var kominn inn. Flugið fínt og þjónustan bara vel yfir meðallagi, flaug með IcelandAir í þetta skiptið.