Greinasafn fyrir merki: Bláskjár

Bar og leikhús

Fyrsta leiksýning vetrarins.

Byrjuðum á léttum mat á Íslenska barnum, allt í lagi matur, skemmtilegt úrval af bjór – en rútubílasöngstjórinn á píanóinu var ekki alveg það sem við vorum að leita eftir.. vorum svona frekar á þeim buxunum að reyna að spjalla saman.

Þá í Borgarleikhúsið á Bláskjá. Eitthvað vorum við ekki að tengja og eitthvað vorum við ekki að skilja. Stutt (sem var óneitanlega kostur) og einhvern veginn mikil læti utan um lítið annað en klisjur, tilgangslausar tilvísanir og jú, verulega slappa brandara.

En kannski eru þetta bara okkar takmarkanir.