Annar dagur í æfingabúðum Richard Amos í Kársnesskóla í morgun.
Kíkti á Austurvöll með Viktori – og aðeins á English Pub að horfa á fótbolta og drekka einn bjór.
Kvöldmaturinn á Geysi Bistro, sem kom bara þægilega á óvart, Iðunn fékk frábæran saltfisk og andalærið mitt var í góðu lagi. En þetta var sem sagt hópur frá Karatedeild Breiðabliks, svona að einhverju leyti í tilefni af æfingabúðum helgarinnar, Richard Amos, kom til landsins að kenna. En gaman að hitta hópinn utan æfinga, þó fæstir entust lengi.. enda æfing á morgun.
Við Iðunn fórum á Micro bar og fengum okkur átta bjóra smakk – kannski fjórir hefðu mátt nægja. En skemmtilegur bar og eitthvað fyrir okkur að fá svona marga ólíka bjóra. Vorum samt ekki lengi, fórum til þess að gera snemma heim..