Greinasafn fyrir merki: Austurvöllur

Karate, Austurvöllur, Geysir, Micro bar

Annar dagur í æfingabúðum Richard Amos í Kársnesskóla í morgun.

Kíkti á Austurvöll með Viktori – og aðeins á English Pub að horfa á fótbolta og drekka einn bjór.

Austurvöllur - 5. apríl 2014 - lítil

 

 

 

 

 

Kvöldmaturinn á Geysi Bistro, sem kom bara þægilega á óvart, Iðunn fékk frábæran saltfisk og andalærið mitt var í góðu lagi. En þetta var sem sagt hópur frá Karatedeild Breiðabliks, svona að einhverju leyti í tilefni af æfingabúðum helgarinnar, Richard Amos, kom til landsins að kenna. En gaman að hitta hópinn utan æfinga, þó fæstir entust lengi.. enda æfing á morgun.

Við Iðunn fórum á Micro bar og fengum okkur átta bjóra smakk – kannski fjórir hefðu mátt nægja. En skemmtilegur bar og eitthvað fyrir okkur að fá svona marga ólíka bjóra. Vorum samt ekki lengi, fórum til þess að gera snemma heim..

Frábært á Austurvelli en slappt hjá Arsenal

Fór með Guðjóni og Viktori og fleirum að horfa á Chelsea-Arsenal á „live“ bar.. ömurlegt upp á að horfa fyrir þá sem vilja frekar sjá Arsenal ganga vel.

Arsenal hefur tapað þremur leikjum mjög illa á tímabilinu, þeir hafa allir verið á útivelli og allir í hádeginu á laugardegi. Sem „B-maður“ eiga þeir alla mína samúð, þetta er nánast mannréttindabrot að ætlast til að menn séu tilbúnir að spila leik svona snemma morguns. Enda mættu leikmenn Arsenal steinsofandi til leiks. Dómarinn reyndar líka, gaf vitlausum mann spjald með vitlausum lit.. en hann slapp svo sem með skrekkinn, því þetta skipti auðvitað litlu máli.

En þaðan niður á Austurvöll að taka þátt í Samstöðufundi, Svana Helen með fína ræðu og Viktor Orri með þessa líka frábæru ræðu.

Fórum í kaffi á Stofunni og svo heitan pott og gufu áður en Brynja og Agla komu í mat.