Greinasafn fyrir merki: Arsenal

Frábært á Austurvelli en slappt hjá Arsenal

Fór með Guðjóni og Viktori og fleirum að horfa á Chelsea-Arsenal á „live“ bar.. ömurlegt upp á að horfa fyrir þá sem vilja frekar sjá Arsenal ganga vel.

Arsenal hefur tapað þremur leikjum mjög illa á tímabilinu, þeir hafa allir verið á útivelli og allir í hádeginu á laugardegi. Sem „B-maður“ eiga þeir alla mína samúð, þetta er nánast mannréttindabrot að ætlast til að menn séu tilbúnir að spila leik svona snemma morguns. Enda mættu leikmenn Arsenal steinsofandi til leiks. Dómarinn reyndar líka, gaf vitlausum mann spjald með vitlausum lit.. en hann slapp svo sem með skrekkinn, því þetta skipti auðvitað litlu máli.

En þaðan niður á Austurvöll að taka þátt í Samstöðufundi, Svana Helen með fína ræðu og Viktor Orri með þessa líka frábæru ræðu.

Fórum í kaffi á Stofunni og svo heitan pott og gufu áður en Brynja og Agla komu í mat.