Greinasafn fyrir merki: Áramót

Áramót

Að venju mættum við til Sylvíu á gamlárskvöld, í þetta sinn í Mánatúnið.

Ása & Sæmi mættu með okkur og kvöldið var einstaklega vel heppnað.

Humar í forrétt, að hætti Iðunnar, og Sylvía bauð upp á í aðalrétt. nautalund og bakaðar kartöflur og Iðunn þurfti svo auðvitað að bæta við grænum baunum.

Við buðum svo upp á Creme Brulee í eftirrétt, en náðist ekki að grípa fyrr en eftir áramót.

Svolítið sérstakt að vera í garðinum í Mánatúni, glæsileg flugeldasýning – en sáum í rauninni ekkert annað en næsta umhverfi.

Freyðivín og Whisky eftir miðnætti, þjóðsöngurinn, „það er gaman að vera..“ og aðallega ánægjulegt spjall um allt og ekki neitt.aramot-6aramot-8

 

Gamlárskvöld

Við mættum að venju í Austurbrún á gamlárskvöld. Og ekki leiðinlegur bónus að Magnús var kominn heim og gat verið með okkur eftir nokkurra daga spítalavist.

Við Iðunn mættum með stóran humar í forrétt og freyðivín með – og skálum í freyðivíni með eftirrétti og fyrir nýju ári. Tókst svona að mestu frábærlega en örfáir full mikið eldaðir.

Aðalrétturinn var svo nautalund, alveg fullkomlega mátulega steikt – og rauðvín að sjálfsögðu með.

En við Iðunn slepptum því að fara upp á hól að þessu sinni og flugeldarnir því ekki eins tilkomumiklir og oft áður.

Sátum svo aðeins fram eftir og eyddum svo dágóðum tíma í fáheyrilega langa og rándýra leigubílaferð..

Gamlárskvöld í Austurbrún
Gamlárskvöld í Austurbrún