Greinasafn fyrir merki: Áramót Iðunnar

Áramót Iðunnar

Við höfum haldið bridge mót undir nafninu „Áramót Iðunnar“ frá 1995 og náð að halda mót á hverju ári síðan. Þetta er alltaf eitt skemmtilegasta kvöld ársins, spilamennskan afslöppuð, enda fæstir sem spila reglulega.. Þá hefur myndast skemmtileg hefð við veitingar, flestir koma með eitthvað til að narta í, afganga frá jólum, eða eitthvað annað, þannig var hreindýrapaté, heima reyktur lax frá Einifelli, grafin gæsabringa, flatkökur með hangikjöti, síld, bananabrauð og mikið úrval af ostum.

Við Iðunn fórum reyndar í heita potta og gufu með Viktori í Kópavogslaugina seinni partinn.

Alli og Hallmundur unnu mótið í þetta sinn, við Iðunn náðum öðru sæti og besta árangri eftir venjulegum tvímenningsútreikningi.

Úrslit frá upphafi má finna á Áramót Iðunnar.

bridge-3