Greinasafn fyrir merki: Aðfangadagur

Aðfangadagur

Skaust að bæta aðeins við jólagjafirnar og kaupa það sem hafði gleymst í matarinnkaupunum – og bjarga Jonna með síðbúna hugmynd að jólagjöfum fyrir starfsmenn.

Þá jólagrautur, klára að pakka inn og aðstoða við matseldina, Iðunn stýrir kalkúna eldamennskunni alla leið! En rólegt og fínt jólakvöld, sofnaði reyndar aftur frekar snemma.. en allt í lagi, það má. Skáluðum fyrir vinum og ættingjum og tókum góðan tíma við að minnast þeirra sem eru ekki lengur hjá okkur.