Sumarbústaður

Kíktum í sumarbústað til Brynju & Gauta, og Öglu og Sunnu við Flúðir.

Alvöru nautasteik með alvöru Bernaise sósu… póker langt fram eftir nóttu… og ágætis slökun með afgönum daginn eftir.

Misstum af fyrri hálfleik hjá Íslandi á EM, en vorum límd við útvarpið á heimleiðinni og sáum megnið af seinni hálfleik. Frábært… til hamingju!

Nýtt Fræbbblalag, My Perfect Seven

Þá er nýja Fræbbblalagið, My Perfect Seven, loksins komið út. Grunnurinn var tekinn upp hjá Friðriki Helgasyni 2011 og við höfum aðeins verið að velta þessu fyrir okkur… en Ríkharður H. Friðriksson sá um hljóðblöndun og upptökur á söng og viðbótargíturum.

Lagið er kannski ekki dæmigert Fræbbblalag, frekar hreinræktað popplag… en voru ekki öll lögin okkar hrein og klár popplög ef út í það er farið?

Lagið má finna hér MyPerfectSeven, ef einhver vill styrkja útgáfuna þá er það til sölu fyrir smáaura á GogoYook (www.gogoyoko.com) og vonandir mjög fljótlega á „tonlist.is“.

Annars má finna meira um okkur á www.fraebbblarnir.com.

 

Afmæli

hjá  Heklu og Kristínu í gærkvöldi… mjög vel heppnuð veisla, eins og var að búast. Ætluðum að láta plata okkur á skemmtistað um nóttina, en unga fólkið vildi ekki á Ölstofuna, stefndi á Harlem.. vorum búin að labba langleiðina þegar ákveðið var að taka leigubíl síðustu 10 metrana… við Iðunn ákváðum að láta gott heita.

HekluKristínarAfmæli 1

Arnar og Unnsteinn kíktu í kaffi fyrr um daginn…

Enn ein matarveislan

í gær, Bryndís og Gulli & Kristín kíktu í mat. Okkur vantar eiginlega nafn á þennan klúbb okkar.. en fyrir utan ostana í upphafi þá mættu Gulli & Kristín með þorskhnakka í lime og koriander og olívum og ég man ekki hvað. Spínatspaghetti var svo eiginlega aðalrétturinn, í þetta sinn með lambainnanlærissneiðum sem ég tókst að grilla of mikið. Bryndís mætti svo með ís og einhvers konar köku í eftirrétt… Svo var aðeins drukkið af víni, bjór og jafnvel Whisky..

Smökkun og humar og spil

Kíktum til Krissa & Rúnu í gær… með Assa & Stínu sem buðu upp á frábæran humar. Eitthvað af hvítvín með, svo tók við rauðvínssmökkun á nýjum vínum eitthvað fram eftir kvöldi. Salóme mætti með tvö spil sem voru eiginlega nokkuð skemmtileg, annars vegar að þekkja tíma hinna og þessara viðburða og hins vegar einhvers konar mynda útgáfa af Fimbulfambi..