Flokkaskipt greinasafn: Uncategorized

Námskeið og fótbolti

Vaknaði snemma, annan daginn í röð, til að klára námskeið í beinu sambandi.

Hafði svo annað auga á leikjum i enska boltanum áður en ég fór með Jonna á Breiðablik-Fylki. Hefði viljað sjá Arsenal vinna, en erfiður útileikur.

En grátlegt að sjá Breiðablik missa leikinn niður í jafntefli. Fyrir minn smekk var Blikaliðið talsvert betra, meira með boltann, miklu fleiri færi og spiluðu betri fótbolta. Jöfnunarmark Fylkis var sérstaklega svekkjandi, ég held að Blikar hafi enn verið að fagna.

En – fyrir minn smekk, (en ekki hvers?) – var Blikaliðið að spila mun betur en á móti Fram, þrátt fyrir að sá leikur hafi unnist 3-0. Það gekk hins vegar illa að klára færin og bæði mörkin komu eftir nokkuð margar tilraunir.

Karfa og Halli Reynis

Fengum ekki miða á körfuboltalandsleikinn en horfðum á brothætta útsendinguna í sjónvarpinu. Hefði verið gaman ef þeir hefðu náð að vinna, en aðalatriðið að tryggja EM sætið.

Ég var reyndar með annað augað á Arsenal – Besiktas, sem var óþarflega spennandi og taugatrekkjandi.. en frábært að fá Arsenal enn eitt árið í Meistaradeildinni.

Kíkti svo á Halla Reynis á Rosenberg með Brynju og Stínu.. alltaf gaman að hlusta á Halla og nýja efnið forvitnilegt – missti reyndar af UniJon.

Halli Reynis - Rosenberg - lítil

En bestu fréttir dagsins komu auðvitað frá Öggu.

Menningarnótt

Við Fræbbblar vorum aldrei þessu vant ekki að spila á Menningarnótt.. Við Tjörnina er fluttur og er nú við tjörnina og ekkert port til að spila þar.. Hljómleikarnir þar voru reyndar ógleymanlegir, spiluðum oftast með MegaSukk og Palindrome.. en Ojba Rasta og Halli Reynis komu líka við sögu. En þetta tók líka alltaf allan daginn og lítill tími aflögu fyrir aðra viðburði. Ekki hjálpaði fíllinn í postulínsbúiðinni, þeas. stórtónleikar Rásar 2, sem tóku sífellt meira til sín.

Tvisvar höfum við spilað á Dillon en annað hvort var ekkert að gerast þar í ár eða að minnsta kosti ekkert fyrir okkur.

En við vorum með frekar lítið á dagskrár, ætluðum að kíkja á Pétur Gaut og Íslandsmynd Sævars og félaga í Hörpu. En hvort tveggja klikkaði.

Við Iðunn röltum í bæinn, hittum Brynju og Svanhildi í Naustinni við Gaukinn / Dubliner / Jan Frederiksen. Kristín kom og Rikki datt inn.. Fór og horfði á seinni hálfleik Everton-Arsenal með Viktori. Aftur á Jan Frederiksen og svo upp á Bar 11 þar sem Agent Fresco var í óvenju lítilli stemmingu, stoppaði stutt og fór á Celtic Cross.. Iðunn, Brynja, Kirstín og Viktor dönsuðu sem enginn væri morgundagurinn við saxófón og geislaspilara.

Þá í Þjóðleikhúskjallarann að horfa á spuna, sem var svo sem allt í lagi, en kannski ekki alveg eins sprenghlægileg og sessunautum mínum fannst. En þaðan á Íslenska barinn þar sem Guðjón var á vakt. Fórum út með bjórinn í plastglösum til að horfa á flugeldasýninguna og eitthvað hafði dyravörðurinn á barnum farið öfugu megin fram úr því við máttum ekki fara aftur inn með bjórinn sem ég hafði keypt hjá þeim.

Menningarnótt 1 - lítilÍslenski barinn

Þannig að Kaldi var næstur á dagskrá og nokkrir bjórar innbyrtir þar áður en við héldum á Ölstofuna.

Það var reyndar nokkuð langt stopp fyrir utan Kalda, því fullt af fólki mætti með trommur og gatan lifnaði við. Við Iðunn trommuðum með og Iðunn dansaði af enn meiri innllifun enn fyrr. Svona á Menningarnótt að vera, ekki stórtónleikar.. sbr. vídeó af símanum Menningarnótt 2014

En náðum loks á Ölstofuna og gripum einn bjór fyrir svefninn, enda búin að drekka allt of lítið af bjór yfir daginn. Assi & Stína og Brynja og Kristín voru reyndar farin.