Flokkaskipt greinasafn: Tónlist

Hljómleikar, hljómleikar og smá pool

Iðunn fékk hálfan vinnustaðinn í partý í gær.. þannig að ég fór á smá flakk með Alla, fyrst í pool í Lágmúlanum, sem gekk alveg ágætlega.

Þaðan á Gaukinn að hlusta á OjbaRasta sem alltaf eru betri og betri, en náði ekki að klára þá hljómleika – þurfti að spara leigubíla og nýta ferðir – og rauk á Rokkbarinn í Hafnarfirði. Þar voru svo þrjár hljómsveitir hver annarri betri, Casio Fatso, Morgan Kane og Dorian Gray. Nánar um það í sér bloggfærslu.

Að lokum heim í Kaldaselið þar sem samkvæmið var enn í fullu fjöri og stóð fram eftir nóttu.

Punk í Kópavogi

Hitti Lista- og menningarráð Kópavogs vegna hugmynda um að taka aftur upp Punk hátíðirnar í Kópavogi.

Byrjuðum á að rölta um gömlu undirgöngin, væri gaman að gera eitthvað þar, en staðurinn þolir nú varla stóra eða langa hljómleika. Ég var svo sem ekki mikið þarna á þessum árum, en staðurinn tengist tónlist áranna í huga margra.

Undirgöngin - 4 - lítil

En það er greinilega mikill áhugi hjá ráðinu að gera eitthvað, við stefnum á að halda hátíðina 2014 í tengslum við lista og menningardaga Kópavogs. Mögulega verðum við Fræbbblar með eitt kvöld í lok þessa árs þar sem 35 ár eru liðin frá því að við spiluðum fyrst.