Flokkaskipt greinasafn: Spjall

Landsleikir og spil í Kaldaseli

Enn eitt spilakvöldið í pókermótaröðinni okkar í Kaldaselinu..

En kvöldið hófst reyndar snemma.

Horfði á Danmörk-Ísland U21 eftir vinnu í Ármúlanum… fín úrslit. Vonandi ná þeir að klára dæmið heima.

Kom svo heim og horfði á Litháen-Ísland.. frábær leikur hjá íslenska liðinu og úrslitin eftir því. Ótrúlegt að sjá íslenskt landslið loksins spila alvöru fótbolta.

Svo mættu Þórhallur, Brynja, Alli og Maggi í spil.. Guðjón tók þátt í því síðasta – við náðum fjórum mótum, sem hefðu reyndar mátt ganga betur.

Ísfötur og ísföt

Þá er Iðunn búin að taka svokallaðri ísfötu-áskorun frá frænku sinni.

Ég veit að það dettur engum sem þekkir mig í hug að skora á mig, gamlan fúllyndan manninn sem aldrei vill taka þátt í neinu, tekur aldrei þátt í samsöng og er yfirleitt ekki mikið fyrir svona „hópefli“ (eða hvernig á að flokka þetta).

En svo ég skýri nú aðeins betur fyrirfram, ef einhver sem þekkir mig ekki vel skyldi láta sér detta í hug að senda mér áskorun, þá er ég ekki að hafna vegna þess að mér þyki lítið til viðkomandi koma heldur…

Ég gæti örugglega styrkt góðgerðastarsemi meira og betur, við styrkjum eitt og annað, meira þegar við höfum eitthvað aflögu, annars minna.

Ég auglýsi helst ekki hvað ég er að styrkja. Bæði er ég svo gamaldags að mér finnst það ekki við hæfi.. og svo fylgir því gjarnan mikil ásókn annarra sem eru að leita eftir styrkjum.

Ég efast um að ég myndi styrkja sérstaklega þetta málefni, það eru að minnsta kosti nokkur málefni sem ég set ofar á lista.

„þetta málefni“ já.. einmitt, ég hef ekki hugmynd um hvaða málefni þetta er, vegna þess að það gleymist í öllum látunum. Hvernig get ég þá sagt að ég vilji frekar styrkja önnur? Kannski vegna þess að ég held að ég hefði tekið eftir ef þetta væri þess eðlis að það færi ofarlega á lista hjá mér. Og þá þyrfti engar fötur. [PS. jú, nú veit ég að þetta er MND, sem ég skal glaður styrkja]

Og þori ég að segja? Þessi aðferð, sem byrjar þannig að fína og fræga fólkið er að leika sér að söfnun, með athygli á sjálfum sér og einhverju sem er kannski frásagnarvert fyrir þá sem hafa áhuga á viðkomandi, en tengist málefninu nákvæmlega ekki neitt… já, hún er ekki fyrir mig.

Vantrú, Elín Helena og Gaukurinn

Við ákváðum að taka því rólega þetta föstudagskvöldið.. enda nóg á gera á morgun.

Ég fékk mér reyndar bjór eftir vinnu, yfir „pool“.. og Iðunn mætti í ekki-lengur-rauða-sófann í bjór með sínum vinnufélögum.

Það lá leiðin svo á Hornið þar sem Vantrúarfólk hittist í mat.. alltaf skemmtilegar umræður þegar þessi hópur hittist.

Vantrú - Hornið - apríl 2014 - lítil

Við fórum reyndar áður en samkvæminu lauk til að ná í útgáfuhóf Elínar Helenu á Dillon. Náðum nokkrum lögum með Morgan Kane, flott eins og alltaf.. og sáum Elín Helenu, einhver skemmtilegasta hljómsveit landsins í dag. Nýju vinnufélagarnir mættir þangað, enginn friður…

ElínHelena-Dillon - apríl 2014 - lítil

 

En þar hittum við Jón Örn og fleiri og létum tilleiðast að reyna að ná Bootlegs á Gauknum, enda einhvers konar stuðnings hljómleikar fyrir Gaukinn – og sjálfsagt að styrkja þann frábæra stað.

Við náðum þó ekki að bíða eftir Bootlegs, tvær hljómsveitir eftir áður en kom að þeim.

Og þetta átti jú að vera rólegt föstudagskvöld.

Gummi fimmtugur

Gummi, Fræbbblatrommar, úrvalskokkur og eðaldrengur… orðinn fimmtugur. Eins og Iðunn segir, það er alltaf yngra og yngra fólk að verða fimmtugt!

Við mættum í þessa frábæru afmælisveislu í Mosfellsdalinn, spiluðum nokkur lög, drukkum eitthvað af bjór, hvítvíni og rauðvíni… og maturinn að hætti húsráðanda.

Við fórum nú heim vel fyrir miðnætti, enda hafði okkur skilist að veislan ætti ekki að standa lengi – og búið að semja við börnin um að sækja okkur – fréttum svo að veislan hafi staðið til fimm.

Gummi - fimmtugur - 1 - lítil

Einifells ferð

Mættum á Einifell að borða góðan mat, drekka slatta af bjór og rauðvíni – og fleiri drykkjum – og hjálpa aðeins til við laxareikingu.

Við höfðum ætlað okkur að mæta snemma en heilsan (aðallega á Iðunni!) leyfði ekki að leggja af stað fyrir hádegi… vorum eiginlega ekki komin fyrr en um fjögur.. og Iðunn gafst upp fyrir miðnætti (það má auðvitað ekki segja frá svona).

En þetta eru alltaf rosalega skemmtilegar ferðir enda, félagsskapurinn frábær, þetta er orðin nokkurs konar hefð að mæta fyrir jólin í einhvers konar reyk stúss.

.Einifell - læri Einifell - lax

Jólaglögg hjá Símanum

Það var boðið upp á jólaglögg í lok vinnu hjá Símanum.. Hér áður fyrr, fyrir mjög löngu… var jólaglögg fastur liður fyrir jólin, jafnvel oftar en einu sinni fyrir hver jól. Svo fengu allir leið á þessu.. síðustu nokkur árin hef ég alltaf hugsað með mér að ná að minnsta kosti einu sinni að smakka jólaglögg. Þannig að ég hlakkaði til að mæta…

En þá var þetta kallað jólaglögg, án þess að nokkur jólaglögg væri í boði. Ég ætla svo sem ekki að vera vanþakklátur, það voru ágætir drykkir í boði og eitthvað hitti ég af skemmtilegu fólki… þó skemmtiatriðin hefðu mátt vera annars staðar mín vegna.