Flokkaskipt greinasafn: Frí

Fyrir siglingu

Rúmlega tveir frábærir dagar í Barcelona. Lentum á fimmtudagskvöld nokkuð frá Barcelona á Reus flugvellinum og vorum ekki komin inn á hótel fyrr en um ellefu-leytið. Á hótelinu var mælt með Tapas stað á nálægu torgi, torgið var nánast tómt og staðinn hefðum við seint valið að fyrra bragði, en bauð upp á nokkra góða, ef ekki frábæra, rétti, tvær rauðvín og nokkur freyðivínsglös, allt á 44 Evrur.

FB - Vefur - Barcelona fyrir siglingu - 02 - litil

Við hittum Jonna á föstudeginum og fengum heldur betur ævintýralega sögu yfir löngum hádegismat, en reikna með að leyfa honum að segja sína sögu.

Alli kom svo í gærkvöldi og fórum á Los Caracoles, eftirminnilegan veitingastað þar sem gestir ganga fyrst gegnum barinn, svo í gegnum eldhúsið þar sem allt er á fullu og við liggur að maður brenni sig á eldavélinni og fljúgandi pönnum. Smá rölt um kvöldið þar sem mér tókst að brenna mig í andlitinu á eigin kveikjara, „logsuðutækið“ slökkti ekki á sér og ég var smá stund að átta mig á hitanum. Þorðum samt ekki að panta steiktan krakka af matseðlinum á Los Caracoles, enda ekki gefinn..

Barcelona fyrir siglingu - 13 - litil

Sylvía og Magnús kom svo á laugardagsmorgni, hittum Gyðu og Matta og dætur hádeginu á veitingastað við höfnina. Ég var búinn að sigta út eðal veitingastað en sá opnaði ekki fyrr en klukkan eitt þannig að við röltum á næsta lausa stað, Barnabier, sem reyndist fínn.

FB - Vefur - Barcelona fyrir siglingu - 17- litil

Við hittum svo Önnu-Lind, Skúla, Darra, Teit, Berg Mána og Pétur Glóa við tékk-inn.