Flokkaskipt greinasafn: Fræbbblar

Fræbbblarnir á Rosenberg

Við Fræbbblar spiluðum á Rosenberg, nokkurs konar loka hljómleikar til að kynna „Í hnotskurn“.

Gaman að spila loksins á Rosenberg, hef oft mætt þar á hljómleika og kann vel að meta að einhver vilji halda úti stað með lifandi tónlist.

Mætingin var kannski ekki svo slæm og virkilega gaman að sjá þá sem mættu, en við áttum óneitanlega von á að fleiri hefðu áhuga.

Ég held að spilamennskan hafi gengið nokkuð vel, amk. skemmtum við okkur sérstaklega vel, Guðjón söng með í CBGB’s og Brynja og Kristín hoppuðu upp á svið og sungu með í Hippar, Æskuminning og Í nótt.

Megnið af lögunum af Í hnotskurn fer nú „í salt“ og við byrjum að semja nýtt efni.

Sennilega er klárt að það tekur því ekki fyrir okkur að vera að halda hljómleika og þetta voru mjög líklega síðustu sjálfstæðu hljómleikar okkar. Sama gildir kannski um spilamennsku á börum seint um kvöld, þó þetta sé oft mjög gaman, þá er þetta einfaldlega of mikil vinna til að standa í, á meðan áhuginn er ekki meiri.

En við komum örugglega til með að spila á hátíðum og viðburðum með öðrum, þannig að það er langt frá því að þetta hafi verið okkar síðustu hljómleikar, svo því sé nú haldið til haga.

Dante frá Fræbbblum

Við Fræbbblar gefum út lagið Dante í dag.. hvað svo sem „að gefa út“ þýðir þessa dagana.

Amk. erum við að vonast til að útvarpsstöðvarnar spili lagið, bjóði jafnvel upp á það á vinsældalistum. Þá er myndband til, að mestu samhengislausar klippur úr bíómyndinni L’inferno frá 1911 um ferðalag Dante’s – og svo fylgir textinn með.

En lagið er hér Dante á YouTube.

Bifröst, Fræbbblar

Við Fræbbblar mættum á Bifröst að spila á hljómleikum / balli.. lögðum af stað upp úr hádegi og vorum komin með allar græjur hálf fimm. Hljóðmaðurinn, eða réttara sagt, eini maðurinn sem kann á hljóðkerfið að einhverju ráði – var að fara á Þorrablót og rétt náði að sýna Rikka hvernig græjurnar virka. Rikki var svo með þráðlausa tengingu við gítarinn og tók að sér að vera hljóðmaður samhliða því sem hann spilaði. Þóra og Sigga slógust í för með okkur, svona til að tryggja að áhorfendur yrðu að minnsta kosti tveir.

En Óli Valur, sonur Maríu, vinkonu Iðunnar… fékk þessa flugu í kollinn þegar við stoppuðum í kaffi á leiðinni frá því að spila á Græna hattinum í nóvember. Óli og Þorvaldur sáu um að setja þessa hljómleika upp.. okkur leist ekki meira en svo á að nokkur myndi mæta.. Þorrablótin í sveitinni virðast hafa alla athygli þessa helgi.

En við fórum í heitan pott, fengum eðal kvöldmat og byrjuðum að spila um hálf ellefu. Framan af var frekar fámennt, en það fjölgaði þegar á leið og undir lokin var komin fínasta stemming og þokkaleg mæting. Við vorum uppiskroppa með efni og vorum farin að taka efni sem við höfðum hvorki æft né spilað í nokkur ár..

Svo var ekki leiðinlegt að hitta talsvert af fólki sem við þekktum til, eða þekktum næstum því til.. við Iðunn og Rikki létum draga okkur í partý um fjögur leytið, en entumst svo sem ekki lengi.. en það var engan bilbug á heimamönnum að finna – voru komin í heita pottinn þegar við gengum til náða… svona um hálf fimm!

Staðurinn kom svo skemmtilega á óvart, talsvert fjölmennara en ég gerði mér grein fyrir og virkilega skemmtileg aðstaða.

 

Ölstofuhljómleikar og jólamatur

Við Fræbbblar spiluðum á Ölstofunni í Hafnarfirði í kvöld. Verð að játa að ég hef ekki komið þarna áður, missti af hátíðinni þeirra í fyrra, en þetta er mjög skemmtilegur staður.. er Hafnarfjörður að verða miðpunktur rokksins? Rokkbarinn búinn að halda úti „lifandi“ tónlistarstað í nokkur ár og Ölstofan hefur verið með rokkhátíð. Fín aðstaða og fínar græjur og Máni sá til að hljóðið var fyrsta flokks.

Reyndar hófu Átrúnaðargoðin „leik“, einhver skemmtilegasta rapp hljómsveit landsins (OK; ég er ekki alveg hlutlaus) og við spiluðum svo blöndu af nýju og gömlu efni.

Mætingin hefði auðvitað mátt vera betri, en kannski er seint á föstudagskvöldi í jólahlaðborðavertíðinni ekki besti tíminn fyrir okkur.. En þeir sem mættu skemmtu sér nokkuð vel að okkur heyrðist, og gaman að sjá að nokkrir gestir frá Rokkbarnum frá síðustu viku voru mættir aftur núna.

En talandi um jólahlaðborð, fyrir spilamennskuna mættum við í jólahlaðborð Staka á Skrúð á Hótel Sögu.. við Iðunn þurftum að fara frekar snemma, en fannst við ekki vera að missa af miklu, þjónusta fyrsta flokks, en maturinn einhvern veginn ekki mjög spennandi, kannski ekki við Hótel Sögu að sakast, kannski er þetta bara orðið frekar þreytt fyrirbæri..

Upptökur, grill og Laugarnespartý

Smá garðvinna.. og gluggamálning.

En fórum til Rikka að taka upp bakraddir, Assi, Iðunn & Steini – og Egill í „oi, oi, oi“. Náðum nokkuð mörgum lögum en eitthvað er nú eftir.

Þaðan inn í Austurbrún þar sem við Iðunn, Viktor og Sylvía grilluðum lambafillet.

Og þar á eftir til Hrafns í árlegt fyrir-verslunarmannahelgar-partý.. alltaf skemmtillegt að hitta fólk úr öllum áttum.

Hrafn partý 1

Annar dagur í upptökum á Fræbbblaplötu

Hlustuðum á afrakstur gærdagsins og að mestu leyti sáttir. Ákváðum að taka þrjú lög aftur og mögulega það fjórða. Lögin runnu inn í fyrstu töku – nema þegar bassatromman strauk frá Gumma – og allir grunnar orðnir góðir.

Við tókum smá tíma í að spila gítara aftur, en öll hljóðfæri ættu að vera komin.

Fékk mér bjór með Gumma og Rikka á danska barnum eftir upptökur.

En söngur og hljóðblöndun – og umslag og pökkun – og nafn.. enn eftir.

Sýrland - dagur 2 - A