Einifell

Enn ein Einifells helgin… allt of langt síðan við fórum síðast, og alltaf jafn gaman að koma.

Upphaflega átti þetta að vera Goutons Voir helgi en Stína veiktist og þau Assi komust ekki. En við hin gerðum okkar besta.

Heitur pottur við komuna á föstudeginum, geitaostur í forrétt í boði Krissa & Rúnu, lax í boði Auðar & Steina, við Iðunn settum saman Irish Coffee eftir matinn, en úthaldið var lítið og við fórum frekar snemma að sofa, smá spjall og vindill úti fyrir svefninn.

Sveppatínsla á laugardeginum eftir úrvals morgunmat, sem við Steini slepptum. Aspas frá Auði & Steina í hádegismat, svo Petanque mót fram eftir degi, Iðunn vann hnífjafnt mót á „markatölu“.

Rúna & Krissi buðu upp á rækjur í beikon í forrétt og svo tókum við góða pásu áður en við Iðunn buðum upp á heimilis grísasnitsel í sítrónusósu. Við höfðum gleymt raspi, Auður átti eitthvað, en ég bjó til það sem á vantaði. Flestir fóru snemma að sofa en ég sat aðeins með Whisky og tónlist eftir smá frágang.

Pylsur, beikon og egg í morgunmat… svo gufa áður en við fórum af stað í bæinn.
Einifell - september 2017 - 11-1.jpg