Brúðkaup Franks og Heklu

Frank og Hekla giftust hvort öðru á Hótel Borealis, tvíkrossmerkt með #frekla4ever.

En þetta var nú eitt skemmtilegasta brúðkaup sem við höfum lengi mætt í, enda nokkuð langt síðan við höfum mætt í brúðkaup yfirleitt… en sem sagt stórskemmtilegt og frábær veisla.

Við Iðunn mættum í fyrra fallinu og komum okkur fyrir með bjór úti á „verönd“. Athöfnin var utandyra, „Séra“ Bragi var frábær sem athafnastjóri og Gunnar Jónsson spilaði undir inngöngu brúðarinnar og síðan frábæra útgáfu af Don’t Worry Baby.

Maturinn var frábær og ekki vantaði vín eða bjór til að skola honum niður. Kleinuhringja brúðkaupstertan var frábær og eins og við höfum ekki verið búin að éta hressilega yfir okkur þá komu pylsur með öllu um miðnætti!

Veislustjórn var í öruggum höndum Gumma Felix, Viktor Orri flutti stórskemmtilega ræðu þar sem Alexandra lék með fyrir hönd Sigurjóns (gamla bangsa), Hekla leiklas gamalt viðtal með Viktori, ræða föður brúðarinnar, Alli, var einstaklega vel heppnuð og Alexandra kom með gott innlegg í lokin. (Ég held reyndar að ég hafi misst af einhverjum ræðum).

En hlaðan á Borealis er stórskemmtilegur staður fyrir svona viðburði, fín aðstaða fyrir utan, „varðeldur“ og svo var ljósmyndabásinn nokkuð vel heppnuð viðbót, mér sýnist (svona eftir á) að við höfum verið ansi dugleg.

En kannski var nú lykillinn að þessu ekki síst allt stórskemmtilega fólkið sem þau þekkja, bæði fjölskylda og vinir…

Við settumst aðeins að í hótel anddyrinu fyrir svefninn, entumst til svona þrjú hálf fjögur.

Brúðkaup - A

Laugarnespartý

Kíktum í (næstum því) árlegt fimmtudagskvöld-fyrir-Verslunarmannahelgi partý Hrafns Gunnlaugssonar á Laugarnestanganum.

Eitthvað vorum við með seinni skipunum því mér skilst að margir hafi verið farnir, en fullt af skemmtilegu fólki, kannski einmitt fólki sem við hittum sjaldan… Viktor var reyndar mættur með Garðari, Helgi Hrafn var á staðnum og (nú man ég ekki eftir öllum), en amk. Hilmar Örn, Megas, Lillý..

En mjög skemmtilegt kvöld þó umræðan snerist nú full mikið um Pírata, einhvern veginn alltaf aftur og aftur…