Kiddi sjötugur

Kiddi, bróðir varð sjötugur fyrr í mánuðinum. Hann hélt upp á afmælið með hefðbundinni grillveislu í garðinum þar sem stór-fjölskyldan mætti.. Nonni grillaði hamborgara, María gerði ostaköku, Kiddi & Gunna sáu held ég um veitingar að öðru leyti, Kata hafði samið heilan vísnabálk, Iðunn sagði eina eða tvær sögur, eitthvað fékk Kiddi af gjöfum og svo var einum eða tveimur bjórum komið fyrir kattarnef.

Þegar ég varð fimmtugur færðu þau Agga mér vísu sem endaði á:

Á sunnudegi vakna hér
með staðreynd heldur kaldri
að hann litli bróðir minn er orðinn
kall á sextugsaldri.

Þannig að ég þurfti auðvitað að láta eina fylgja:

Átjánda júlí ég áttaði mig
á undarlegum galdri
að bróðir minn, þó sjötugur sé,
er samt á besta aldri.

Kiddi sjötugur

Við vorum svo rétt komin heim þegar Helga Jóna og Óskar tékkuðu á okkur og ákváðu að kíkja í smá heimsókn, skák, bjór, Whisky og ukulele.

Helga Jóna - Ukulele.jpg