Fjölskyldugrill

Sæunn & Friðjón buðu í stórfjölskyldugrill, skipulagt með góðum fyrirvara þannig að sem flestir gætu mætt. Sylvía Dagmar & Emil, Viktor og Kári & Brad voru ekki á landinu og Guðjón náði ekki að mæta, en annars var full mæting.

Það byrjaði reyndar ekkert rosalega skemmtilega, því við horfðum á Ísland tapa fyrir Sviss á EM kvenna. En eftir það fór stemmingin upp á við og við áttum hið skemmtilegasta kvöld, grillaður geitaostur í for forrétt, grillað lambalæri, frábært salat, allt of margar sósur, kókos eftirréttir og ný Ópal skot sem við fengum að prófa.

Við Iðunn og Alexandra röltum svo heim fyrir miðnætti, fínt að rölta í þægilegu veðri.

Fjölskyldugrill - 9