Whisky

Við Stefán Freyr höfum haft þann sið að veðja einni (eða fleiri) Whisky flöskum um gengi Arsenal á hverju tímabili. Fyrstu árin tapaði ég reglulega en bikarsigrar síðustu ára hafa aðeins jafnað leikinn.

Við áttum eftir að greiða veðmál síðustu tveggja ára og upphaflega var hugmyndin að setja upp Whisky smökkun í leiðinni.. en án þess að ég fari út í smáatriði þá datt það að mestu upp fyrir.

En Eygló & Stefán kíktu og við skiptumst á „greiðslum“ og Rúna & Krissi mættu til að votta að rétt hafi verið staðið að skilum.

Það var svo ekki hægt að drekka eingöngu bjór, þannig að við Iðunn drógum fram nokkrar flöskur af hinum ýmsu tegundum, alls um fjórtán, mikið til smáflöskur.. og létum aðeins ganga. En reyndar var nú að mestu drukkinn bjór, svo mikið reyndar, að mig grunar að það hafi gengið all hressilega á 30 lítra kútinn sem ég keypti í gær.

Þegar leið á krafðist Guðjón þess að við tækjum eitt skákmót sem hann vann í bráðabana eftir að ég hafði verið matarlítið fallbyssufóður fyrir hann og Stefán.

En einstaklega vel heppnað kvöld, eða amk. þar til Guðjón og Iðunn bitu í sig að þau þyrftu að fara niður í bæ um þrjú leytið til að leysa eitthvert vandamál í vinnunni hans Guðjóns 🙂