Amsterdam, sunnudagur

Við tókum því rólega fram eftir degi, full heitt hvort sem er, aðeins í búðir en aðallega smá bjór þar til kom að kvöldmat.

Við fórum með Rúnari og Huldu á Pasta e Basta, skemmtilegur ítalskur staður þar sem þjónarnir skiptast á að syngja öðru hverju, úr óperum og popplög.. ekki kannski mín tónlist, en stemmingin stórskemmtileg.

Forréttirnir voru frábærir og síðan völdum við þrjá aðalrétti, einn frábær, annar vel góður en sá þriðji minna spennandi.. svona eins og gengur.

Þaðan á Satellite Sportbarinn þar sem við vorum búin að fá staðfest að þeir myndu sýna Ísland-Króatíu.. Hittum þar Gulla og horfðum á leikinn með honum. Iðunn gengdi auðvitað lykilhlutverki í því að íslenska liðið skoraði, hún stalst út að reykja þegar lítið var eftir og sleppti því að horfa.. og það stemmdi, íslenska liðið skoraði sigurmarkið.

Smá bjórrölt og svo á Whiskybarinn L&B, en vorum svo sem ekki lengi.

 

Amsterdam, fótbolti

Amsterdam - fótbolti - 4Sem staðfestur áhangandi mætti ég á fótboltamótið, ég hafði ákveðið að vera ekki með, þar sem ég þóttist vita að bæði lið væru skipuð fólk sem væri mun betra í fótbolta en ég… En blandaða liðið var nú meira í skemmtiferð og ég hefði svo sem átt fullt erindi þangað, þó aðalliðið hefði nú samt varla batnað mikið þó ég hefði verið með.

En eftir nokkra leiki datt ég niður í bæ og hitti Huldu og Iðunni á De Bekeerde Suster þar sem við sátum fram eftir degi og drukkum nokkra eðalbjóra… Rúnar kom svo þegar mótinu var lokið.

Amsterdam - laugardagskvöld - 3Svo var einhvers konar hátíðakvöldverður hjá Deloitte á Koepelkerk, fínasti matur og nóg af veitingum, þó nautasteikin mín hafi gleymst á grillinu. Við slepptum bátsferðinni ásamt nokkrum öðrum og kíktum á bar áður en ballið byrjaði.

Við kíktum svo á bjórbarinn Café Gollem en entumst ekki lengi.

Amsterdam, einu sinni enn

Mér telst svo til að þetta hafi verið sautjánda heimsóknin mín til Amsterdam. Það fer reyndar aðeins eftir því hvernig er talið, í einni ferðinni byrjuðum við langa helgi í Amsterdam, fórum svo til Berlínar og enduðum aftur á langri helgi í Amsterdam… ég tel það sem tvær heimsóknir.

Í þetta skiptið var Norður Evrópu mót Deloitte í fótbolta og ég mætti lítið sofinn í flug klukkan 6:00. Frekar þröngt í vélinni og ég náði lítið að sofna.. en var kominn á hótelið, Caransa við Rembrandtplein um hádegi og náði aðeins að hvílast.. það var móttaka við hliðina á hótelinu og svo einhvers konar partý seinna um kvöldið. Iðunn komst eftir smáhremmingar um hálf tíu og við fórum að borða.

Amsterdam - Rembrantdplein - 2

 

 

Vínkynning

Hafliði mætti til okkar að kynna nokkur vín sem eru að fara að detta úr sölu. Ágætis mæting og alltaf gaman að fá kynningu frá Hafliða, eflaust hefur tekist að bjarga einhverjum flöskum frá ótímabærum dauðdaga.

Vínkynning - 2-2.jpg