Borðtennis og bjór

Borðtenniskeppni í Staka Deloitte eftir vinnu með nokkrum bjórum.. hafði nú ekki hugsað mér að taka þátt, enda ekki spilað borðtennis í yfir 40 ár. En einhver forfallaðist og ég datt í að vera með, og gekk reyndar þokkalega, tapaði einum örugglega, vann tvo og tapaði svo tveimur í framlengingu. Og tapaði svo örugglega í 8 manna útslætti. En svo sem aldrei leiðinlegt að sulla í bjór, vorum samt ekki lengi, kannski fínt að fara einu sinni snemma að sofa.