Hollvinafagnaður Geira

Við systkinin kíktum á Kaffi Loka, þar sem Atli Rúnar hafði (ásamt fleirum, að ég held) boðað til „Hollvinafagnaðar Geira frá Kengúrulandi“.. Geiri er sem sagt sonur Steina, bróður pabba, og hefur búið í Ástralíu í einhverja áratugi og þetta er (ég nokkuð) viss um aðeins í annað skiptið sem við hittumst – það fyrra fyrir tæpum 10 árum á Fiskideginum á Dalvík. Frænkurnar Agga og Ella mættu líka og fullt af skemmtilegu fólki sem hafði kynnst Geira gegnum tíðina.

Gaman að hitta Geira og rifja upp sögur af ættingjunum og heyra nýjar..