Dill

Komumst ekki af stað á Secret Solstice, eitthvert sambland af leti, þreytu, rigningu, verkefnum sem þurfti að klára… og svo fann ég notaðan gítar sem ég stökk á að kaupa, en tók óratíma að klára. Í öllu falli þá var klukkan orðin komin-tími-til að-fara-á-Dill áður en við komumst á Secret Solstice.

En talandi um Dill.. við fórum með Bryndísi og Mikael… við fórum á Kadeau í Kaupmannahöfn fyrr á árinu og nú var kominn tími til að Mikael prófaði Michelin stjörnu stað á Íslandi.

Ég ætla ekkert að reyna að lýsa matnum, hver rétturinn öðrum frumlegri og skemmtilegri – auðvitað mis góðir, eins og gengur, en alltaf spennandi. Stundum vissi ég meira að segja ekki almennilega hvort rétturinn væri frábær eða vondur.

En… frábær þjónusta og skemmtileg upplifun.

Við kíktum upp á Mikkeller en það vantar eiginlega „venjulega“ bjóra til að þeir sem ekki eru spenntir fyrir sérstöku bjórunum þeirra geti verið með.

Kvöldinu lauk á Dillon, náðum hálfu lagi með hljómsveitinni áður en hún hætti, en það vantar eitthvað þegar Andrea er ekki.

Dill og Dillon.. greinilega ágæt blanda.