Amsterdam, sunnudagur

Við tókum því rólega fram eftir degi, full heitt hvort sem er, aðeins í búðir en aðallega smá bjór þar til kom að kvöldmat.

Við fórum með Rúnari og Huldu á Pasta e Basta, skemmtilegur ítalskur staður þar sem þjónarnir skiptast á að syngja öðru hverju, úr óperum og popplög.. ekki kannski mín tónlist, en stemmingin stórskemmtileg.

Forréttirnir voru frábærir og síðan völdum við þrjá aðalrétti, einn frábær, annar vel góður en sá þriðji minna spennandi.. svona eins og gengur.

Þaðan á Satellite Sportbarinn þar sem við vorum búin að fá staðfest að þeir myndu sýna Ísland-Króatíu.. Hittum þar Gulla og horfðum á leikinn með honum. Iðunn gengdi auðvitað lykilhlutverki í því að íslenska liðið skoraði, hún stalst út að reykja þegar lítið var eftir og sleppti því að horfa.. og það stemmdi, íslenska liðið skoraði sigurmarkið.

Smá bjórrölt og svo á Whiskybarinn L&B, en vorum svo sem ekki lengi.