Arsenal bikarmeistari

Við Iðunn fórum með Guðjóni og Viktori að horfa á Arsenal og Chelsea leika til úrslita um enska bikarinn á American Bar, með nokkrum félögum Guðjóns. Fínn leikur og Arsenal talsvert miklu betri. Frábær stemming og vel fagnað hjá okkur enda allir að mér undanskildum harðir stuðningsmenn Arsenal, og ég vel volgur.

En fyrri áætlanir fyrir kvöldið höfðu farið fyrir lítið, þannig að við fórum á Forréttabarinn, fengum fínustu rétti og létum okkur nægja að setjast að heima.. tvö, með fína tónlist, góða bjóra og stórskemmtilegt fólk.

Iðunn vildi reyndar mæta í útskriftarveislu sem við höfðum þurft að afboða (áður en dagskráin breyttist) en einhvern veginn fannst mér ekki hægt að mæta [þó ég vissi fullvel að okkur hefði verið vel tekið].