Síðasta spilakvöld vetrarins

Hittumst í bjór og póker á síðasta kvöldi vetrarins hér í Kaldaselinu.

Svei mér þá ef þetta var nú ekki skemmtilegasta pókerkvöldið – og hafa þau mörg verið fín. Reyndar lenti ég oftar en ekki á öfugum enda á skemmtuninni / dramatíkinni.

En Iðunn var með smá forustu fyrir kvöldið, spilaði vel og vann öruggan sigur. Alli F. tók þennan svakalega lokasprett og hirti annað sætið af mér.

Addi tók svo óheppni fyrir 2-3 vetra út, spilaði vel og gerði allt rétt, en allt datt á móti honum.

Og bjórarnir, þessi kvöld eru eiginlega ekki síður bjórsmökkun en spil, margir mjög skemmtilegir dregnir fram.

Póker - maí - 5-1