Brúðkaupsafmæli

Þrjátíu og fjögurra ára brúðkaupsafmæli!

En það vantar alveg nafn á tímamótin eins og svo mörg önnur – það er pappír fyrir eins árs, viður eftir fimm ár, silfur eftir 25 ár, gull eftir 50 ár og demantar þegar árin eru orðin 60.

En það vantar fleiri nöfn, það er fullt af ártölum sem eiga einfaldlega ekkert nafn.

Í fyrra gáfum við þrjátíu og þriggja ára brúðkaupsafmælinu nafnið „vinyl“ – nokkuð sem ég er viss um að festist.

En okkur dettur ekkert í hug á því þrjátíu og fjögurra. Á móti kemur að rómverska útgáfan er XXXIV, (kossar) (Iðunn) (Valli)!

Andrés og Guðjón vöktu okkur með þessum rosalega morgunverði þar sem öllu var til tjaldað.

Brúðkaupsafmæli

En við héldum til úti á palli í sólinni yfir daginn, svo á Vox að borða, þar sem við fengum fínasta mat. Iðunn náði reyndar ekki að klára hrossalundina, enda þó góð væri, ekki alveg í Gumma og/eða Einifells klassa.

Þaðan á Sky Lounge, sem er bar með frábært útsýni, en í rauninni hálf sorglegt að ekki skuli gert meira fyrir staðinn.. hitalampar, skyggni, meira úrval af bjór og þetta gæti verið einhver skemmtilegasti barinn í bænum.

SkyLounge-2-1

Svo á Mikkeller, sem er alltaf með skemmtilega bjóra, en allt, allt of dýra og þeir mættu alveg bjóða upp á einn „venjulegan“ bjór.

Ölstofan næst, Kristín kom þangað og við sátum úti í reykherbergi í góða stund, fengum okkur Ópal skot, eftir að Anna-Lind hafði bent okkur á (fyrr um daginn á Facebook) að 34 ára brúðkaupsafmæli kallast Opal.

Síðasta stoppið var svo stutt á Dillon, eitt Whisky glas og Andrea setti tvö Ramones lög í spilarann.