Heim frá Stokkhólmi

Ég fékk svo fínasta morgunmat á grillinu á skipinu sem tók land um 10:15.

Þaðan upp á Arlanda og í flug 14:30.

Ekki kom til að ég þyrfti að svara spurningum af vinnufundi í flugvélinni, ekki þurfti ég að mæta á vinnufund strax eftir að ég lenti og svo datt líka upp fyrir að hitta tilvonandi viðskiptavini um kvöldið.

Undarlegt samt að fá skilaboð í flugi (með WiFi tengingu) og fæ skilaboð frá Google, „Heavy traffic in your area“.

En frábært að vera kominn heim, Iðunn rúllaði til Keflavíkur og beið eftir mér á meðan ég beið eftir töskunum í nokkuð góða stund.