Tallinn

Flestir fóru snemma af stað heim, en ég hafði ákveðið að taka ferjuna til Stokkhólms (ég missti af ferðinni í ferðinni til Tallinn) og hafði daginn til að dóla mér í Tallinn.

Sem var fínt, ég svaf út, fór í morgunmat og rölti á milli bara.. einn stórskemmtilegur bar í kastala, III Drakoon, þar sem drykkir og matur voru afgreiddir í leirkrukkum og skálum og til að fá meðlæti með pylsunum sem ég keypti þurfti ég að veiða súrsaða gúrku úr tunnu.

Tallinn - kastalabar - 1

Ég kíkti líka við á „Lounge“ sem bauð upp á vindla og Whisky en fór svo í ferjuna til Stokkhólms.

Þar horfði ég á undanúrslitaleik Arsenal og Manchester City í enska bikarnum með heitum City aðdánda frá Svíþjóð.

Ég pantaði eitthvað dýrari mat í skipinu sem var engan veginn að standa undir verði. Vindlaherbergið var ekki í boði, það er víst í „hinu“ skipinu þeirra.

En þetta var svona hefðbundið skip, fullt af börum og skemmtiatriðum og lifandi tónlist úr öllum áttum.. en engin þeirra kannski mikið fyrir minn smekk. Að mörgu leyti fínt skip, en það hefði óneitanlega verið skemmtilegra að vera ekki einn á ferð.. þannig að ég fór til þess að gera snemma að sofa.