Taroudant, Agadir, Casablanca og Manchester

Við vöknuðum snemma, allt of snemma, ég vaknaði um hálf sex en Iðunn hafði vaknað um þrjú og náði ekki að sofna aftur.

Þegar við komum niður voru þeir félagar á hótelinu voru samt búnir að græja alvöru morgunmat.  Klukkan 6:00 um morguninn.

Taroudant - Palais - morgunmatur

Bílarnir sem lokuðu okkur inni höfðu verið færðir, en ekki almennilega, hvers vegna einhver fór út að færa bílinn sinn og lagði honum samt hálfa leið fyrir veit ég ekki, amk. komst bíllinn komst ekki út. Iðunn og þjónarnir (sem höfðu komið með okkur) tóku til sinna ráða og lyftu bílnum og færðu frá!

Við þurftum aðeins að hafa fyrir að rata út úr borginni í rigningarúða og myrkri, en eftir það var leiðin greið. Við duttum beint inn á flugvöllinn en náðum ekki að taka bensín.

Það var sam nokkuð eftirminnilegt að keyra fram hjá yfir 20 pallbílum, hver um sig með hóp af fólki aftan á palli.. lúxus útgáfan var með smá tjaldi yfir.

Það gekk svo tiltölulega hratt að kaupa aukatösku og komast inn.

Við millilentum í Casablanca þar sem var stutt stopp og losnuðum við aðra vopnaleit, ja, hún var amk. í mýflugumynd.

Flugið til Manchester gekk vel, aftur gamaldags flugvélamatur um borð.. og við vorum lent um fjögur og komin inn á Lowry hótelið um fimm. Við ákváðum að rölta strax í bjór, fundum reyndar ekki hraðbanka strax en fundum fínan bar, Dutton, við torgið þar sem jólamarkaðurinn er… en nú var enginn jólasveinn.

Um kvöldið fórum við á Gusto og fengum frábæran mat, amk. ég.. trufflu Rib-Eye. Iðunn var reyndar hálf lystarlaus. Við ákváðum að klára á hótel barnum, enda Iðunn orðin hálf þreytt eftir lítinn svefn. Kokteilarnir tóku sinn tíma en komu á endanum og við sötruðum úti á svölum yfir vindli og sígarettum.