Páskadagur

Páskadagur. Jóna litla var ekki alveg að skilja tilganginn með því að fela páskaeggin, enda bara þriggja.

„Ég vil fá að fela mitt páskaegg sjálf!“..

Svo fór hún og faldi eggið hans Glóa.. fór beint og sótti hann og dró hann að egginu og sýndi honum hvar hún hafði falið það!

Glói „faldi“ hennar páskaegg, eða réttara sagt, setti það á augljósan stað.. hún hljóp nokkrum sinnum fram hjá því fram og til baka áður en hún áttaði sig.

En það var komið að því að við fengjum okkar bílaleigubíl, Skúli skutlaði mér upp á flugvöll og sem betur fer var ég með útprentun því mér var ekki hleypt inn á flugvöllinn.. en vörðurinn hringdi á bílaleiguna og þetta hafðist á endanum.

Svo fórum við í þjóðgarðinn, Souss Massa, aðallega til að reyna að sjá pelíkana, en þeir voru ekki á staðnum þegar við komum. Okkur bauðst reyndar að skoða annan sjaldgæfan fugl (sem ég man ekki hvað heitir) en okkur þótti þetta full mikið mál, klukku tíma akstur í bíl. En te og appelsínusafi í Auberge veitingahúsinu og svo niður á strönd í rennibrautabyggingu í sandinum og smá rölt um nokkuð skemmtilegt svæði.

Þjóðgarður - strönd - 2

En það vildi enginn fá að prófa að sitja á kameldýri, enda Bergur búinn að fullyrða að þetta væri ákveðin misnotkun á dýrum.
Þjóðgarður - 8
Fínn dagur en kannski vorum við svolítið að sækja vatnið yfir lækinn, svona eftir á að hyggja.