Mottukaup

Anna-Lind, Skúli og börn fóru í Paradísargarðinn en við Iðunn röltum upp í UniPrix.. Eiginlega var allt verð þarna út í hött, við misstum okkur aðeins, enda vörurnar seldar á brot af því sem þær kosta jafnvel á útsölum heima. Gott og vel, ekki alvöru merki, en reynslan er nú að þessi „alvöru“ merki endast ekkert endilega lengi. En þegar Iðunn var komin með 7 mottur og einn „setupúða“, þá ákváðum við að fara aftur upp á hótel og núllstilla okkur aðeins.