Strönd

Þá var kominn tími til að kíkja á ströndina, sem var ekki langt frá, tekur kannski 5-10 mínútur að rölta. Við Iðunn fórum á undan hinum, fengum okkur bjór og tylltum okkur svo á svæði hótelsins, sem auðvitað var með sér hólf á ströndinni, okkur að kostnaðarlausu. Við gripum svo allt-í-lagi hádegismat á Del Mar og hringdum í Öggu og óskuðum henni til hamingju með daginn. Anna-Lind og Skúli mættu svo með fjölskylduna. Ég var eitthvað uppgefinn á hitanum og fór fljótlega upp á hótel. Um kvöldið röltum við Iðunn niður göngugötuna að ströndinni og létum pranga einhverju dóti inn á okkur áður en við settumst niður á spænska veitingastaðinn „Tio Pepe“ og skiptum lítilli hvítvín með okkur.