Lestarferð og fuglagarður

Við ákváðum að taka nokkurs konar leikfangalestarferð um bæinn, sem var svo sem allt í lagi, en við ákváðum að rölta aðeins um eftir ferðina og duttum inn í einhvers konar fuglagarð – sem var nokkuð skemmtilegur. Þegar þaðan kom duttum við inn í hræ ódýra verslun, UniPrix og gleymdum okkur aðeins. Smá Petanque seinni partinn og talsvert letilíf.

Við Iðunn röltum niður göngugötuna í áttina að ströndinni og kíktum í búðir og keyptum eitthvert smáræði. Einn búðareigandinn bauð 1.000 kameldýr fyrir Iðunn, sem ég hafnaði auðvitað, en komst að því seinna um kvöldið að þetta voru um 242 milljónir króna… ég bara fann hann ekki aftur.

Fuglagarður - 2 - Album