Sálfræðingapartý

Mætti sem viðhengi með Iðunni í sálfræðingapartý í Bjórgarðinum, reyndar smá upphitun á sálfræðistofunni við Klapparstíg.

En gaman að hitta hópinn þó einhverja hafi vantað í þetta sinn. Bjórgarðurinn er virkilega skemmtilegur staður og mikið úrval af bjór í boði.

Þessi hefðbundna dans nostalgíu tónlist er engan veginn fyrir mig, það var svo sem fínasta stemming, en ég skal játa að ég var alveg að bilast undir það síðasta. Man ekki hver var með uppistand en mig minnir að það hafi aðallega gengið út á að fárast yfir hvað fólk væri lítið að hlægja.. sem aftur var enn minna fyndið.

Þrátt fyrir fyrirfram sjálfgefin loforð um að fara heim þá duttum við inn á Ölstofuna með Hrund í einn bjór að lokum.