Víghólahittingur

Það var boðað til upprifjunar á gagnfræðaskólaárunum í Víghól í kvöld á Catalina.

Eflaust hefði mátt reyna betur að finna alla sem mættu í Víghól úr 1959 árganginum. Ég reyndi svo sem að ná í sem flesta og vera „hugmyndaríkur“ við að finna fólk, en þetta var fyrst og fremst boðað á Facebook  – og okkar kynslóð er mis dugleg að fylgjast með þar. En, það var mjög gaman að hitta þá sem mættu.

Ég var samferða Helgu og Auði á staðinn og Helgu á leiðnni heim og þarna mættu auðvitað Jón Orri, Tommi og Jón Stefáns – en allt eru þetta vinir sem við hittum reglulega.

Nú er ég að gleyma einhverjum, enda nokkuð margir bjórar „í húsi“, en svona á meðan ég man, Guðmundur Oddson mætti „fyrir hönd“ kennara og þar fyrir utan var mjög gaman að hitta Ásdísi Ólafs, Hólmfríðurnar Einars og Gísla, Siggu H., Ollu, Siggu, Björn Örvar, Hilmar Hreins, Gunna Sig., Berglindi, Karl Gauta, Sólrúnu, Guðbjörgu, Ragga & Sigga Sverris, Guðrúnu, Óla, Kristínu, Vilmar, Önnu Birgittu og [úff, það voru fleiri].