Laugardagur í Köben

Við Iðunn vöknuðum í morgunmatinn og lögðum okkur svo aftur. En svo á kaffihús með Barða og þaðan á Globe að horfa á Arsenal-Hull. Bryndís og Michael voru hins vegar í afmæli hjá tengdasyni hans.

Globe er frábær bar en það er ekki beint spennandi að vera bara á einum bar í Kaupmannahöfn þannig að við röltum af stað, næsta stopp bar Bo-bi bar, lítil bar þar má líka reykja inni sem var vinsælt hjá okkur.

kaupmannahofn-bo-bi-2-minni

Auður og Gunna voru svo í heimsókn hjá Lovísu og við mæltum okkur mót við þær á vínstofu Hvids. Marta var á flakki í bænum og kíkti líka á okkur.

En svo áttum við borð á Kadeau, Michelin stjörnu staður sem Michael benti á .. og þvílík veisla! Hver rétturinn öðrum frumlegri og skemmtilegri, stemmingin mjög sérstök og þjónustan alveg fyrsta flokks.

Vorum orðin eitthvað þreytt en gripum nokkra bjóra á nærliggjandi ölstofu fyrir svefninn.