Til Kaupmannahafnar

Við Iðunn ákváðum að líta til Kaupmannahafnar, hitta á Barða, borða mat og drekka bjór og drógum svo Bryndísi með okkur, sem hafði það aðallega á dagskránni að hitta Michael.

Ég svaf eitthvað lítið um nóttina, lögðum af stað hálf fjögur og vorum mætt í morgunbjórinn tímanlega fyrir flug. Eitthvað náðum við að sofa í fluginu og vorum komin fyrir ellefu… Bryndís skilaði af sér hjá Michael og fékk lykil, svo inn á hótelið okkar – Grand Hotel í miðbænum.

Vorum orðin svöng og fórum smurbrauð, stjærneskud, og snafsa á Frk. Barners Kælder rétt hjá hótelinu. Mikael kíkti á okkur og rölti yfir á Nörregade með okkur.. þar ætlaði ég að rifja upp frábæran bjór á Bröl, en okkur var tjáð að staðurinn væri hættur, hótelið sem hann var á hafði ákveðið að nota plássið í veitingastað.

Þannig að þá var næsta ráð að fara á írska barinn Globe. Fullt af skemmtilegum bjórum, af krana og ekki af krana.. fínasta tónlist og góð stemming.

kaupmannahofn-globe-2

Barði mætti til okkar, og það með skemmtilega afmælisgjöf fyrir alvöru vindla reykingar. Duna og Tina komu svo þegar leið á daginn en Mikael þurfti að fara aftur í vinnuna.. og var svo að fara að hitta gamla skólafélaga um kvöldið, nokkuð sem var löngu ákveðið.

kaupmannahofn-globe-5

Það æxlaðist svo þannig að við sátum á Globe enda áttum við borð á Olive Kitchen & Bar svo til beint á móti. Við fórum öll þangað um átta leytið, carpaccio og önd.. nema hvað að Iðunn gafst einfaldlega upp og fór að sofa eftir að hafa nartað í forréttinn, enda búin að vera lítill svefn og mikið að gera.

Við Barði kíktum á Casino á Radisson hótelinu, byrjaði ekki vel en náði að klóra að mestu í bakkann.

Þaðan ætluðum við á Bo-bi bar en hann reyndist lokaður.. Barði var ekki mikið fyrir vinsælu barina og við enduðum á Mojo.. mjög skemmtilegur staður, góð tónlist, ódýr og góður bjór og fín stemming.

Iðunn hringdi um hálf þrjú til að athuga hvort ég væri nokkuð sofnaður, en ég hafði náð að dotta tvisvar í fimm mínútur á meðan við biðum eftir að komast að spilaborðinu.

Ég sagði mínar farir sléttar og við hefðum það gott. Fór svo að tala um (við Barða) að þetta væri nú eitthvað fyrir Iðunni, ekki bara tónlistin og stemmingin, heldur mátti reykja inni. Þannig að svo hugsaði ég, „hún ætti bara að koma“, hringdi og jú, jú.. Iðunn var til, dreif sig aftur á fætur og mætti. Sennilega náðum við að hanga til eitthvað nálægt fimm og Barði datt inn á hótel með okkur.