Keila og matarklúbbur

Goutons Voir matarklúbburinn hittist í keilu – sem hefði mátt ganga betur – og síðan var farið í Reynihvamminn í alvöru matarveislu.

Keila er reyndar nokkuð skemmtileg og það gæti verið gaman að fara oftar, en hvað í dauðanum er í gangi þegar ljósin eru slökkt og hækkaði í hrikalegri tónlistinni??

En, já, Reynihvammurinn..

Sviðasulta og harðfiskur með þorrabjór í for- for- forrétt.

Reykt hreindýrahjarta og rauðvínssoðnir sveppir í for- forrétt.

Hörpuskel og fleira í forrétt.

Hægeldað andalæri í aðalrétt.

Og Creme brulee í eftirrétt.

Slatti af bjór, hvítvín og rauðvín.

keila-2