Afmæli

Signý vinkona Iðunnar bauð okkur í afmæli á Hotel Borealis (var einu sinni Efri – brú).

Við mættum tímanlega og drifum okkur í heitan pott og upphitun..

signy-afmaeli-6

En þetta var heldur betur alvöru afmælisveisla, freyðivín, bjór, hvítvín, meiri bjór, rauðvín, gin og tónik og enn meiri bjór… ég meira segja hafði rænu á að halda mér í vatni um tíma.

Já og maturinn var ekki af verri endanum, ég myndi segja að þetta hafi verið svona „fullorðins“ en ég nota aldrei þann frasa.

En gaman að hitta fjölskylduna og ekki spillti að hitta á fullt af fólki sem við höfum ekki séð lengi – og fullt af skemmtilegu fólki sem við höfum aldrei hitt áður.

Ég var svo orðinn þreyttur full snemma en Iðunn dansaði fyrir okkur bæði fram eftir nóttu.

Fínn morgunmatur á hótelinu, og í rauninni mjög skemmtilegt hótel og aðstaða, ákváðum að mæta þarna fljótlega aftur.. sem segir sitt.