Áramót

Að venju mættum við til Sylvíu á gamlárskvöld, í þetta sinn í Mánatúnið.

Ása & Sæmi mættu með okkur og kvöldið var einstaklega vel heppnað.

Humar í forrétt, að hætti Iðunnar, og Sylvía bauð upp á í aðalrétt. nautalund og bakaðar kartöflur og Iðunn þurfti svo auðvitað að bæta við grænum baunum.

Við buðum svo upp á Creme Brulee í eftirrétt, en náðist ekki að grípa fyrr en eftir áramót.

Svolítið sérstakt að vera í garðinum í Mánatúni, glæsileg flugeldasýning – en sáum í rauninni ekkert annað en næsta umhverfi.

Freyðivín og Whisky eftir miðnætti, þjóðsöngurinn, „það er gaman að vera..“ og aðallega ánægjulegt spjall um allt og ekki neitt.aramot-6aramot-8