Annar í jólum

Að venju mætti stórfjölskyldan, „Iðunnarmegin“ til Sylvíu á annan í jólum. Helgi (og að ég held Þóra) elduðu svínabóg, eðal matur eins og alltaf á þeim bænum.

Eitthvað var fámennara en venjulega, aðrar fjölskyldur farnar að „toga“ í sum barnanna. En virkilega vel heppnað og gaman að hitta Brad & Kára, sem komu til landsins yfir hátíðirnar. Eitthvað hafði rauðvínsþörfin verið áætluð varlega, en Andrés sótti varabirgðir í Kaldaselið.