Jóladagur

Í þetta sinn var jóladagsboð hjá mínum hluta fjölskyldunnar hjá Kidda & Gunnu.

Dagurinn byrjaði reyndar rólega, jólabrauð frá Öggu, ostur, hvítöl, konfekt, kaffi og bók.

En í jólaboðinu voru þrjár tegundir af hangikjöti, mér fannst Einifellskjötið best, en það var svo sem ekki einhugur, enda „tvíbakað“ í þetta sinn. Við slepptum því að gera eplakökuna að hætti mömmu, enda svaf matreiðslumeistarinn yfir sig – og hvort sem er þarf hún að ná aðeins að draga andann áður en hún er borin á borð. En ís og aðrir eftirréttir voru svo sem ekkert slor.

Fjölskyldumynd, „actionary“, skák og kommentakerfi svona rétt fram yfir miðnætti – vel heppnað kvöld.
joladagur-13