Þorláksmessa..

Ákváðum að láta skötuveisluna hjá Öggu vera rólegri þetta árið, þeas. engin skata, saltfiskur eða yfirleitt kvöldmatur. Við Iðunn komumst að því að Þóra og fjölskylda átti pantað borð á Sægreifanum og „hengdum okkur“ á þau. Iðunn þarf að fá sína skötu en ég læt saltfiskinn duga.

skata-5

En fínn matur, röltum svo upp Laugaveginn og enduðum hjá Öggu í pakkaskiptum, kæfu, laxi, líkjör.. Ég bakaði tvíreykt hangikjötið frá Einifelli ,skildi eftir til að kólna í ofninum, var svo allt í einu búinn og steinsofnaði. Iðunn vaknaði svo hálf sex til að baka jólagrautinn, kveikti á ofninum.. en hafði ekki grun um að þar væri enn hangikjöt.. þannig að tvíreykta hangikjötið var líka tvíbakað.