Einifell

Kíktum á Einifell um helgina í jólalaxareykingu. Þetta er orðin hálfgerð hefð hjá okkur fyrir jólin. Óvenju hlýtt og þægilegt að standa í þessu núna.. reykingar gengu vel, laxinn óvenju fallegur og afraksturinn ansi girnilegur.

Svo var eitthvað eldað af góðum mat, alls kyns aðkeyptu snarli gerð góð skil, jólabjór smakkaður og eðalvín opnuð. Steini eldaði önd á laugardagskvöldinu og Silverado rauðvínið frá Hafliða var frábært.

Iðunn náði reyndar að sulla fyrsta flokks víni yfir gestgjafana. Og kannski hefðum við mátt fara varlegar í Gin og Whisky þegar leið á laugardagskvöldið, þeas. fyrir utan Steina sem hafði rænu á að kasta inn „drykkju-handklæðinu“ tiltölulega snemma.