Sambindisjólamatur

Sambindið kíktí í jólamorgunmat („julefrokost“) til okkar í Kaldaselið. Kengúra og dádýr og paté og gæsabringa og ostar og tvíreykt lamb og alvöru eftirréttur í boði Diljá. Að ógleymdum réttunum sem Haddi & Ellen mættu með.

Höskuldur & Sirrý náðu okkur ekki í þetta sinn og Edda var að koma frá Berlín og náði heldur ekki.

En Orri & Júlía mættu seinni partinn, Tommi fljótlega og Helga, Haddi & Ellen og Hákon & Diljá mættu svo þegar nær dró mat..

Tommi stýrði spurningaleik að venju og sveik ekki frekar en fyrri daginn, en entumst ekki lengi, aftur gildir frasinn „ekki frekar en fyrri daginn“. En mjög vel heppnað kvöld.