Heim frá Manchester

Það er í rauninni fínn tími að fara í flug um hádegi.. vakna í rólegheitum, pakka, fara í morgunmat og svo út á flugvöll. Hefði verið enn betra ef við Alli hefðum ekki verið á Casino til hálf-fimm um morguninn. En svo voru auðvitað smá sárabætur að við unnum samtals eitthvað yfir fimm hundruð pund.

Flugið fínt, aldrei þessu vant nægilega rými fyrir fætur og náði aðeins að slaka á..

Leigubílstjórinn okkar var ekki alveg með á nótunum, fór með okkur á rangan „terminal“ þrátt fyrir að hafa skrifað þann rétt í lófann. Hann var alveg ákveðinn í því að íslenska ríkisstjórnin borgaði erlendum karlmönnum fimm þúsund pund fyrir að koma og giftast íslenskum konum – og að hver mætti giftast fjórum.

Við reyndum að segja honum að þetta væri kannski ekki alveg nákvæmt, stæðist í rauninni ekki.. en hann hafði séð þetta á Facebook – og það var síðasta orðið fyrir hans smekk.

En virkilega vel heppnuð ferð hjá okkur Iðunni með Alla og Matta.

Og svo er alltaf gaman að koma heim.