Verslunardagur í Manchester

Við höfðum sett smá búðarráp á dagskrá á mánudeginum og eftir morgunmat fórum við í búðir. Okkur tókst að kaupa fullt af gjöfum fyrir krakkana og ég fann fínustu úlpu. Kíktum með pakkana inn á hótel og hittum Matta í síðasta bjór fyrir flug á bar við hliðina á hótelinu. Meira búðarráp, duttum svo í rauðvín og osta og pylsur á Veeno, skemmtilegan ítalskan bar. Ég skilaði aftur pökkum inn á hótel og þaðan í Whisky búðina að kaupa hinar ýmsu smáflöskur.

Einn bjór og svo í fyrsta flokks tælenskt nudd áður en við fórum á San Carlo Cicchetti, einhvers konar forréttabar með frábærum ítölskum mat og fínni þjónustu en umhverfið minnir kannski meira á mötuneyti.

mancesther-san-carlos-3

Iðunn var þreytt og hafði vit á að fara að sofa á meðan við Alli fórum í Casino.. það gekki alveg þokkaleg og við komum einhverjum hundruðum punda fjáðari til baka. Ég hætti reyndar snemma enda kominn í góðan plús, en beið eftir Alla, og á endanum komum við ekki heim á hótel fyrr en um hálf fimm.