Leikdagur í Manchester

Tókum daginn ekkert rosalega snemma en eftir fínan morgunmat drifum við Iðunn okkur á flakk, kaffi og svo Sinclair Oyster Bar og þaðan yfir á Mitre að horfa á fyrri hálfleik Arsenal – Bournemouth.

Við Alli fórum svo á Old Trafford að sjá Manchester United – West Ham, tók ansi langan tíma að komast á völlinn og sækja miðana, var orðinn smeykur um að það yrði búið að loka. En okkur leiddist ekkert að sjá West Ham stela stigi, þó ósanngjarnt væri og við færum hljótt með ánægjuna.

Risavöllur og yfir sjötíu og fimm þúsund manns, en frekar lítil stemming.

manchester-old-trafford-2

Fyrir matinn fengum við okkur fordrykk á Cloud 23 á hótelinu, á 23. hæð, skemmtilegur bar, en drykkirnir engan veginn gefnir. Svo á Teppanyaki Chinatown um kvöldið og fengum fínasta mat þó hann væri talsvert langt frá staðnum í Amsterdam, en þetta er alltaf svolítið sérstök stemming. Whisky barinn var lokaður og við vorum hvort sem er orðin frekar dösuð og létum bjór á hótelinu nægja.