Viktor – afmæli

Viktor hélt upp á tuttugu-og-fimm, tuttugu-og-sex og tuttugu-og-sjö ára afmælið sitt hér í Kaldaselinu.

Örugglega hátt í hundrað manns, í þetta sinn að mestu jafnaldrar hans, mikið af pírötum og reyndar fólki úr öllum pólitískum áttum.

En mikið rosalega er þetta flottur hópur og mikið rosalega er framtíðin björt – engin ástæða til að endurtaka svartagallsrausið frá Sókrates – eða hver það var sem sagði að útlitið væri slæmt vegna þess hversu illa þeim leist á ungu kynslóðina.

viktor-afmaeli-9